Atlas stofnunin er heilbrigðismiðstöd sem býður upp á meðhöndlun sjúkdóma i tauga- vöðva- og beinakerfi. Sérsvið okkar, i viðbót við algenga sjúkdóma i hnakka og baki, er höfuðverkur og svimi. Einnig tökum við að okkur að meðhöndla börn. Vid meðhöndlum fólk á öllum aldri, hvort heldur markmiðið er að komast aftur út i atvinnulifið eða á iþróttavöllinn. Þjálfarar Atlas stofnunarinnar hafa fengið umtölun i fjölmiðlum vegna rannsóknarstarfa sinna. Þeir hafa einnig skrifað og gefið út margar vísindalegar greinar um áðurnefnda sjúkdóma. Við bjóðum upp á hnykklækningar, nudd og nálarstungur. Við bjóðum einnig upp á bráðatima fyrir utan venjulegan vinnutíma og á helgidögum.

Hnykkjari

Hnykklækningar er velþekkt meðferð, sem hefur gefið góða raun. Lítil áhætta er á fylgikvillum. Margir af hnykkjurum okkar eru einnig menntaðir sjúkraþjálfarar og rannsaka liði, vöðva og taugakerfi i leit að orsök sjúkdómseinkenna. Mismunandi ”manuell” tækni er notuð til að draga úr sársauka og endurheimta eðlilega likamsstarfsemi.

Sjúkraþjálfun

Sjúkraþjálfun byggist á nátturu – og félagsvísindum, og tengist læknisfræði. Aðaláhersla er lögð á hreyfingu. Sjúkraþjálfarinn rannsakar, meðhöndlar og fyrirbyggir – alltaf með hreyfingarkerfið efst i huga. Hann notar æfingar og e.t.v. tæknilegar aðferðir.

Nudd

I þúsundir ára hefur klassiskt nudd verið iðkað i ýmsum myndum. Hlutverk þjálfarans felst fyrst og fremst i að leysa upp spennu i vöðvakerfinu. Orsök spennu getur verið að finna i röngum starfsstellingum, ofreynslu eða i sálarlifinu. Spenna getur festst i likamanum og valdið sársauka i baki, hnakka, herðum, mjöðmum og hnjám. Nudd dregur úr streitunni, eykur streymi blóðs og sogæðavökva, dregur úr sársauka, eykur vellíðan og er mjóg gott fyrir ofreynda, auma vöðva.

Nálarstungur

Nálarstungur hafa sem markmið að bæta heilsuna almennt og draga úr sársauka. Þetta gerist með þvi að örva ákveðin svæði i likamanum gegnum orkubrautir. Venjulega eru notaður fínar nálar og þeim stungið inn i svæðið, sem um er að ræða. Oftastnær eru nálarstungur sársaukalausar.

Atlas stofnunin býður upp á

  • Hnykklækningar (kiropraktikk)
  • Sjúkraþjálfun
  • Nudd
  • Nálarstungur
  • Stofnunin liggur miðsvæðis (sjá kort)
  • Opinberlega viðurkenndir þjálfarar með góða reynslu
  • Hið nýjasta af hjálpartækjum
  • Góð þjónusta
  • Stuttur biðtimi

Hafið samband við

Tjáskiftin á Atlas stofnuninni munu fara fram á norsku eða ensku. Ef þú hefur spurningar varðandi meðferð eða óskar eftir að panta tíma getur þú gert það online á heimasiðu www.atlasklinikken.no, eða e-post til post@atlasklinikken.no, eða i sima (+47) 22 33 10 50.